fbpx

Staðreyndir

Við segjum með stolti að Selfoss er Höfuðstaður Suðurlands, vegna stærðar, staðsetningar og þeirrar öflugu þjónustu sem Sunnlendingar sækja á Selfoss. En Selfoss er samt svo miklu meira.

Framtíðarstaður

Framtíðin er björt á Selfossi. Unnið er að fjölbreyttri uppbyggingu og jákvæðar breytingar eru handan við hornið, svo sem ný íbúðahverfi, nýr miðbær og heilmiklar samgöngubætur. Hér er gott að vera og verður bara betra.

Lykilstaður

Selfoss er í hjarta Suðurlands og tengir saman samgönguæðar í allar áttir. Þar getur fólk fengið alla þá þjónustu sem þörf er á – sem öll er í göngufæri innan bæjarins.

Viðkomustaður

Selfoss er frábær og sjálfsagður viðkomustaður allra sem eiga leið um Suðurland, hvort sem er fyrir stutt stopp eða lengri viðdvöl.

Draumastaður

Selfoss er draumastaður sífellt fleiri fjölskyldna. Bærinn er hæfilega stór, ekki of langt frá höfuðborginni og hefur upp á flest það að bjóða sem fólk lætur sig dreyma um.

Felustaður

Selfoss leynir á sér. Flestir Íslendingar keyra oft í gegnum Selfoss, en margir verða mjög undrandi þegar þegar þeir gefa sér tíma og kynna sér bæinn. Bærinn er stærri en þig grunar.

Griðastaður

Á Selfossi er auðvelt að kúpla sig út úr skarkalanum og eiga rólega stund með einhverjum sem þér þykir vænt um. Djúpur niður Ölfusár, sem enginn tekur eftir á daginn, gefur kyrrlátum kvöldum einstakan blæ.

Útsýnisstaður

Frá Selfossi blasir Ingólfsfjallið við í norðri, síðan Búrfell, Hekla og Eyjafjallajökull í austri. Vestmannaeyjar sjást svo í góðu skyggni til suðurs. Nær rennur svo Ölfusáin, vatnsmesta og ein fegursta á landsins á grynningum og í djúpum hyljum.

Skemmtistaður

Á Selfossi getur þú átt skemmtilegar samverustundir með þínum nánustu á hverjum degi. Hér er öflugt félags- og menningarstarf þar sem allir fá tækifæri til að njóta sín.

Bústaður

Selfoss býður upp á fjölbreytt húsnæði fyrir allar gerðir fjölskyldna – á góðu verði. Stór einbýlishús og litlar blokkaríbúðir, raðhús í byggingu og gömul hús til að endurnýja. Gróin hverfi og ný. Alltaf er stutt í skóla, stutt í verslun, stutt í íþrótta- og félagsstarf.

Upphafsstaður

Selfoss er frábær upphafsstaður ferðalaga um Suðurland. Meira að segja Ingólfur Arnarsson áttaði sig á því, hann sigldi upp Ölfusá og hafði vetursetu undir Ingólfsfjalli  skömmu eftir að hann kom til landsins.

Vinnustaður

Atvinnutækifærum á Selfossi fer stöðugt fjölgandi og fjöbreytnin eykst. Fleiri og fleiri störf eru einnig unnin óháð staðsetningu og margir Selfyssingar skipta vinnuvikunni – vinna t.d. tvo daga í höfuðborginni en þrjá á Selfossi.

Veitingastaður

Það er meira á Selfossi en skyndibiti. Pylsur og ís klikka sjaldan en á Selfossi eru líka afar vandaðir veitingastaðir sem nota besta mögulega hráefni og veita frábæra þjónustu.