Þar sem lífið á sér stað
Það er margt spennandi að gerast á Selfossi um þessar mundir. Unnið er að fjölbreyttri uppbyggingu og jákvæðar breytingar eru handan við hornið.
Á Selfossi blasa við einstök tækifæri. Bæði fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, og fyrir frumkvöðla og þá rótgrónu.
Selfoss er sannkallaður framtíðarstaður.
Heimili
„Innan við 5 mínútur í allt.“
Á Selfossi er sérbýli á sama verði og fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. Njörður og Sally búa í fallegu einbýlishúsi í nýlegu hverfi. Þau eiga þrjú börn og vilja hvergi annars staðar vera.
Íþróttir
„Íbúar hafa öðlast nýtt sjálfstraust.”
Öflugt íþróttastarf er hluti af sjálfsmynd Selfyssinga. Feðgarnir Grímur og Hergeir eru þjálfari og fyrirliði Íslandsmeistara Selfoss í handbolta. Þeir segja að nýr risi sé að vakna.
Náttúra
„Börnin búa við svo mikið frelsi.“
Selfoss er náttúruperla sem fáir hafa gefið gaum. Gunna Stella og Aron segja fáa staði bjóða upp á viðlíka möguleika til útivistar og þau eru dugleg að nýta sér nálægð við náttúruna.
Samvinna
Samheldinn hópur íbúa og fyrirtækja
Sveitarfélagið Árborg og fjölmörg fyrirtæki á Selfossi standa að saman að því að kynna bæinn og vekja athygli á þeim jákvæðu breytingum sem eru að eiga sér stað. Í þeim felast mikil tækifæri.