fbpx

Verkefnið

Sveitarfélagið Árborg og fjölmörg fyrirtæki á Selfossi standa saman að því að kynna Selfoss sem Höfuðstað Suðurlands.

Hugmyndin er að draga athygli að þeim jákvæðum breytingum sem eru að eiga sér stað hér á Selfossi og þeim uppbyggjandi áhrifum sem þær munu hafa á næstu árum. Þau munu skila sér í betri bæjarbrag og auknum tækifærum fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Sjálfseignarstofnunin Höfuðstaður Suðurlands stendur að framkvæmd verkefnisins. Hér að neðan má sjá lista yfir þau fyrirtæki sem lögðu hönd á plóg.